Hiti, sól og Bangkok

Thailand

Eftir átakanlega viku í Indlandi vorum við ólýsanlega ánægðar að fá loksins að pakka flíspeysunum og síðbuxunum (sem við erum búnar að ofnota síðustu vikuna) því eftir okkur beið 30 stiga hiti í Bangkok.

Á leiðinni upp á flugvöll fengum við leigubílstjóra í hressari kantinum. Í bílnum var enginn baksýnisspegill heldur mini sjónvarp sem kom í staðinn fyrir hann. Hann kveikti á sjónvarpinu, hækkaði útvarpið í 30 og öskraði “JAIHO”. Myndefnið var maður að syngja og sitthvorumeginn við hann voru tvær indverskar konur að dansa magadans. Þetta var ekki jafn mikil skemmtun fyrir okkur eins og hann þótt við höfðum sagt “yes, very nice” í hvert skipti sem hann spurði “you like???” og hann spurði svona 30 sinnum. Svo var hann stanslaust að benda á eina konuna og sagði: “very nice?” Og þegar við svöruðum: “yes, very nice” þá öskraði hann “JÍHAA VERY NICE!”

Þegar flugvöllurinn blasti loks við okkur kallaði hann “tips, tips??” Og þegar við brostum bara þá spurði hann okkur: “your poor?” Bergrún svaraði: “yes very poor” og þá bendir hann á Kristjönu og spyr Bergrúnu: “her poor?” Þótt við værum búnar að segjast vera mjög fátækar þá gáfum við honum tips. Þetta var nú ágætis skemmtun í einn og hálfan klukkutíma fyrir þúsundkall.

Þegar við vorum loksins komnar á flugvöllinn tók það okkur tvo klukkutíma að fara í gegnum immigration og security. Þegar við sáum hvernig öryggisleitin fór fram kom það okkur ekki á óvart hvað þetta tók langan tíma þar sem allar konur þurtu að fara í klefa í handleit. Við vorum orðnar nett geggjaðar á dónalegu öryggisvörðunum sem hentu töskunum okkar til og frá og skildu þær eftir uppi á einhverri hillu. Þegar við spurðum hvort við gætum fengið töskurnar var bara horft á okkur og engu svarað. Við vissum ekkert hvað var í gangi fyrr en eftir svona 5 mínútur þegar við  spurðum aftur hvort við gætum fengið töskurnar en þá fyrst fóru þeir að skoða töskurnar betur. Til að toppa þetta allt voru indverjarnir stanslaust að ryðjast fram fyrir alla í röðinni og það fór alveg með okkur því við erum með svo mikla réttlætiskennd. Þegar við loksins vorum komnar í gegn fengum við okkur Starbucks og það gerði daginn mun betri.

Við tók svo 4 og hálfs tíma flug til Bangkok með Air India. Það var svolítið skrítið að fljúga með flugfélagi sem maður hafði ekki heyrt um áður en þetta var bara fínt flug með frábærri þjónustu.

Þegar við lentum í Bangkok var klukkan 8 og hitinn 26 gráður. Það var góð tilfinning að vera loksins komnar í hita! Við tókum leigubíl á hótelið okkar Rikka inn sem er staðsett á Kao san Road. Þessi gata var troðfull af fólki af öllum þjóðernum og við sáum strax að þetta er mesta djammgatan í Bangkok. Hún er full af mörkuðum, veitingastöðum/börum, tattústofum, dekurstofum og margt margt fleira. Getum orðað það þannig að það er allt á þessari götu. Á kvöldin iðar hún af lífi og við heyrum tónlistina upp í herbergi. Okkur finnst það bara gaman 🙂

 

Hreyfð Koh san road mynd

Hreyfð Koh san road mynd

Koh san road

Koh san road

Þótt það sé allt mjög ódýrt hér í Tælandi að þá er þessi gata aðeins dýrari en aðrir staðir í Bangkok því hún er ætluð túristum. Við finnum samt lítið fyrir því þar sem allt hérna er hlægilega ódýrt. T.d. fórum við í nudd í gær fyrir 600kr íslenskar. Þetta var frekar fyndin upplifun þar sem við keyptum bara nudd fyrir háls og bak en nuddararnir tóku þetta alla leið og nudduðu allt frá haus niður að hnjám. Þau notuðu ýmsar aðferðir til að braka og mýkja líkamann, t.d. settust þau ofaná okkur og kipptu okkur allar til. Við vorum fegnar þegar tíminn kláraðist en okkur leið virkilega vel eftirá. En við munum pottþétt næst fara bara í dekurnudd. Bergrún fór svo í fótsnyrtingu í dag fyrir 800kr íslenskar þar sem allt var hreinsað og pússað og toppað með naglalakki. 

Fallegustu tær í heimi. Sérstaklega sætar eftir snyrtingu

Fallegustu tær í heimi. Sérstaklega sætar eftir snyrtingu

 

Í dag vöknuðum við snemma, fengum okkur breakfast in bed í boði 7 eleven frá gærkvöldinu og drifum okkur út. Við tókum tuk tuk í 40 mínútur til þess að komast á fræga Chatuchak helgarmarkaðinn. Þetta var risastórt, á við einn fótboltaleikvang og leið okkur eins og við værum komnar í völundarhús. Við skoðuðum líklegast 1/6 af markaðinum og fórum hálf ringlaðar út. Okkur fannst mjög gaman að skoða allt sem í boði var, það var hægt að kaupa bókstaflega allt á þessum markaði. Tískuföt, snyrtidót, aukahluti, mat, minjagripi, skó og heimilisvarning. Ef við værum ekki í bakpokaferðalagi hefðum við verslað fyrir allan peninginn en í staðinn löbbuðum við út með tvo litla poka og tvær kókflöskur. Restinni af deginum var eytt við sundlögina uppi á hóteli. Í kvöldmat borðuðum við ekta tælenskan mat og fengum okkur svo banana-nutella crépes í eftirrétt (og malarone töflur).

Tuk Tuk vinkonur

Tuk Tuk vinkonur

Tuk Tuk

Tuk Tuk

Markaðurinn

Markaðurinn

Markaðurinn

Markaðurinn

Sáum þessa byggingu á leiðinni heim. Vildum vera menningarlegar svo við tókum bara mynd heh

Sáum þessa byggingu á leiðinni heim. Vildum vera menningarlegar svo við tókum bara mynd heh

Síðustu dagar hafa farið í sólbað, prútt á mörkuðum, nudd og slökun. Við eigum bara 2 daga eftir á eigin vegum í Bangkok því á þriðjudaginn hittum við nýja hópinn okkar. Þessir dagar verða nýttir áfram í slökun enda tekur við 30 daga brjálæði.

Tvær á leiðinni í nudd í nettustu buxum í heimi

Tvær á leiðinni í nudd í nettustu buxum í heimi

Ljúft líf

Ljúft líf

Girls just wanna have fun

Girls just wanna have fun

Kris, Begga og Ling Ling

Kris, Begga og Ling Ling

 

Bergrún áttaði sig á einu þegar við vorum í Indlandi sem gæti komið öðrum að góðum notum. Þegar betlari, sölumaður eða einhver annar er að “bögga” þig. Fáðu þá hóstakast, þá losaru þig við þá á mettíma því þeir eru skíthræddir við að fá einhverja pest, hvað þá ebólu!! Try it, þetta svínvirkar!!

Þangað til næs

BK og Asía

 

One thought on “Hiti, sól og Bangkok

Leave a comment